Um Loft

Loftur er fæddur á Akureyri í október 1969. Ungur að árum flutti hann til Reykjavíkur og hefur búið þar alla tíð síðan.  Til tvítugs í Breiðholtinu og svo síðustu 20 ár í Grafarvogi.

Loftur lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og kláraði síðan BSc gráðu í vörustjórnun frá Tækniskóla Íslands.

Í dag starfar Loftur sem viðskiptastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur.  Á árunum 2000 – 2006 starfaði Loftur sem sölustjóri á innanlandsdeild Eimskipafélags Íslands.  Fram að þeim tíma hafði Loftur unnið við fjölbreyt störf, eins og byggingarstörf, verslunarstörf, verksmiðjustörf og stutta stund starfaði hann í fiski.

Félagsmál
Loftur hefur alla tíð starfað mikið að félagsmálum.  Meðal annars var hann í stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs í 15 ár, Er ævifélagi í JCI Íslandi og er félagi í Rótaríklúbbi Grafarvogs.

Íbúasamtök Grafarvogs
Loftur var í stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs á árunum 1994 til 2009.  Á þessum tíma vann hann að mörgum hagsmunamálum fyrir Grafarvogsbúa.  Sem stjórnarmaður átti Loftur í samskiptum við stórnmálamenn og embættismenn Reykjavíkur um ýmis málefni.

JCI Ísland
Hjá JCI var Loftur virkur félagi í fjölmörg ár.  Á þessum tíma vann hann óeigingjarnt starf og var meðal annars í landsstjórn og forseti JCI Íslands.  Í gegnum JCI  hefur Loftur kynnst og unnið með fólki um heim allan sem hefur aukið víðsýni  og eflt skylning hans á mismunandi menningarheimum.  Á þessum árum öðlaðist hann mikla reynslu í verkefnavinnu sem á án efa eftir að nýtast honum vel á Stjórnlagaþingi.

JCI Íslandi.  Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir
ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.  Hjá Junior Chamber hafa lífsgæði fólks forgang og undirstaða starfsins er að byggja upp einstaklinginn, gefa honum tækifæri til að vaxa í starfi og leik og þannig gera hann hæfari til takast á við stjórnun og ábyrgð í félagsstarfi og athafnalífi.

Rótaríklúbbur Grafarvogs
Loftur hefur veriðfélagi í Rótariklúbbi Grfarvogs í 7 ár.  Rótarýhreyfingin er  alþjóðafélagskapur leiðandi manna, sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Þá er viðurkennt að vilji til þjónustu sé frumskilyrði allra starfa sem séu vel af hendi leyst og hæfileikinn að setja sig í spor annarra manna, skilja sjónarmið þeirra og veita þeim aðstoð og ánægju. Rótarý leitast við að ná þessu markmiði með því að stuðla að skilningi og friði meðal allra manna og þjóða, efla frelsi og réttlæti í viðhorfum til mannlegs lífs, en taka um leið fullt tillit til hins sérstaka í fjölbreytninni og fjölbreytninni í því sérstaka.

Share and Enjoy:
  • Print
  • Digg
  • Sphinn
  • del.icio.us
  • Facebook
  • Mixx
  • Google Bookmarks
  • Blogplay

Lokað er á athugasemdir.