Viðtal hjá RÚV

Eins og aðrir frambjóðendur til stjórnlagaþings fór ég í viðtal hjá RÚV.  Vefslóðin að viðtalinu er hér fyrir neðan.

http://www.ruv.is/stjornlagathing/frambjodendur?nr=6274

Það sem ég fjallaði um í þessu viðtalinu er:

Í fyrsta lagi vill ég að Ísland verði gert að einu kjördæmi og um leið að atkvæðavægi verði jafnt.  Á Íslandi eru aðeins 230.000 einstaklingar með kosningarétt og mér finnst það ástæðulaust að vera hluta þann hóp niður.

Í öðru lagi að það verði sett ákvæði í stjórnarskránna um að ákveðinn fjöldi einstaklinga geti óskað eftir því að tiltekið mál verði tekið fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu.   Það er svo spurning hvað sá hópur á að vera stór eða hvort við eigum að binda fjöldan við hlutfall af kjósendum.  Það yrði verkefni þingsins að koma sér saman um það. 

Í þriðja lagi vill ég útiloka ráðherra frá því að geta setið sem þingmaður með því að útvíkka 9. gr. stjórnarskrárinnar sem segir „ að forseti megi ekki gegna öðrum störfum, hvorki opinberum né óopinberum“ þannig að þessi grein nái einnig til þingmanna, ráðherra og jafnvel annarra æðstu embættismanna þjóðarinnar.  Með þessu yrði ráðherra óheimilt að gegna öðrum störfum eins og þingmennsku.   Einnig kæmi þetta til með að útiloka óeðlileg og óæskileg hagsmunatengsl stjórnmálamanna.

Share and Enjoy:
  • Print
  • Digg
  • Sphinn
  • del.icio.us
  • Facebook
  • Mixx
  • Google Bookmarks
  • Blogplay

Skildu eftir skilaboð