Einföld og auðskilin stjórnarskrá.

Það er mín skoðun að stjórnarskráin á að vera einföld og auðskilin.  Í 65 gr. stjórnarskrárinnar  segir „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leiti.“ Að mínu mati á þessi grein að vera „ Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til stöðu“.  Aðstæður fólks eru mjög misjafnar og tel ég ekki rétt að taka nokkur dæmi út úr og gefa því sérstakt vægi. 

Ein af spurningum sem DV óskaði eftir að frambjóðendur svöruðu er „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að tryggja jafnrétti óháð kynhneigð í stjórnarskrá?“   Þessi spurning er mjög gild ef við skoðum stjórnarskránna eins og hún er í dag enda vilja væntanlega allir sem á einhvern hátt telja sig eiga í vök að verjast að sín aðstaða sé getið sérstaklega í stjórnarskránni.

Fyrir utan kynhneigð þá eru einnig aðstæður eins og fötlun, sjúkdómar, holdafar, tungumál, heimaland, stjórnmálaskoðanir og margt fleira.  Að mínu viti eiga þessar aðstæður fólks ekki að vera settar skör lægra með því að hafa þær ekki með í upptalningu.  Þess vegna er betra að sleppa upptalningunni því hún getur aldrei verið endanleg.

Share and Enjoy:
  • Print
  • Digg
  • Sphinn
  • del.icio.us
  • Facebook
  • Mixx
  • Google Bookmarks
  • Blogplay

Skildu eftir skilaboð