Ég hvet alla til að fara á kjörstað.

Nú er stuttri og áhugaverðri kosningabaráttu lokið og bara eftir að kjósa.  Hér er um að ræða fyrstu persónukosningar sem haldnar eru á Íslandi og verður það mjög spennandi að sjá hverjir fá kosningu á Stjórnlagaþing.  Einnig kem ég til með að fylgjast spenntur með því hvort þekkt fólk komist inn, hvort þeir sem auglýstu komast frekar að og svo hvort fólk sem hlýtur kosningu sé tengt einhverjum hópum.  Hvernig sem þetta fer  þá vona ég að þarna verði fólk sem er tilbúið að ganga til stjórnlagaþings með opinn huga og reiðubúið að hlusta og beita skynsemi og dómgreind í því verkefni að búa til stjórnarskrá sem kemur til með að leggja grunninn að nýju, sanngjörnu og betra Íslandi.

Share and Enjoy:
  • Print
  • Digg
  • Sphinn
  • del.icio.us
  • Facebook
  • Mixx
  • Google Bookmarks
  • Blogplay

Skildu eftir skilaboð